Í áratugi hefur Daddi Disco flutt tónlist fyrir dansþyrsta gleðipúka við ýmis tækifæri. Þetta byrjaði allt á Gróttuböllunum upp úr 1980 en þaðan lá leiðin í D14, Traffík, Hollywood, gamla Broadway í Álfabakka, Upp og Niður við Laugarveg, Evrópu við Borgartún, Lækjartungl og loks Casablanca. Eftir að hafa búið um hríð erlendis fór boltinn að rúlla aftur þegar hann var beðinn um að hanna upplifun og stýra tónlist á Thorvaldsen bar í Austurstræti sem á einni nóttu varð vinsælasti viðkomustaður þeirra sem sólgnir voru í danstónlist. Reyndist þó oft erfitt að komast að því frá því snemma á kvöldin voru raðir í allar áttir..Í kjölfarið var leikurinn endurtekinn á Mojito bar, Apótekinu og Batteríinu.
Þeir sem til Dadda þekkja vita hversu auðvelt hann á að laga sig að þeim hópi sem skemmt er hverju sinni. Rauði þráðurinn er þó alltaf að fólk fái sína tónlist og geti áreynslulaust skemmt sér og sínum. Það á alltaf að vera stuð!
Daddi hefur flutt tónlist á stærstu viðburðum landsins fyrir aðila eins og Landsbankann, Íslandsbanka, Icelandair, Vodafone, Símann og Aríon. Honum hefur eins verið treyst fyrir óteljandi brúðkaupum, auk minni og meðalstórra uppákoma fyrirtækja bæði heima og erlendis. Það rataði á forsíður blaðanna þegar hann upp á sitt einsdæmi stóð 10 klukkustunda vaktir og spilaði tónlist fyrir fólk sem í Laugardalshöll var bólusett gegn COVID-19.
Reglulega flytur hann tónlist fyrir erlenda hópa af öllum gerðum og stærðum sem sækja landið heim og staðið fyrir sérstökum gleðiferðum í sólríkar skíðabrekkur Suður-Evrópu þar sem hann hefur staðið vaktina í fjallinu á daginn og fyrir aftan spilarana á kvöldin. Sést hefur til hans á ýmsum stöðum gangandi eða skíðandi með Soundboks hátalaraferlíki á bakinu, spilandi tónlist við mismikla gleði viðstaddra.
Ásamt tónlistarflutningi er hægt að plata hann í veislustjórn og þannig slá tvær flugur í einu höggi. Slíkt hentar ákaflega vel ef viðburður er haldinn erlendis eða á landsbyggðinni. Nýjasta viðbótin er svo Boogie WonderLandroverinn, fullbúinn bar á hjólum sem hefur dúkkar upp við veiðiár, við jökulsporð, í skógarlundi eða nánast hvar sem er akvegur og eru þá afgreiddir kokteilar og kruðerí á staðnum undir föstum takti púkatónlistar.
Vinsamlegast hafið samband í síma 69 tíuþúsund eða sendið póst á daddi hjá e4 punktur is. Við getum skjótt og örugglega leyst úr þínum málum.